Sextán ára Þjóðverji komst undan með mörg hundruð evrur eftir að hafa rænt banka, vopnaður leikfangabyssu. Hann náðist hins vegar fljótlega. Enda flúði hann á reiðhjóli.
Lögreglan segir að unglingurinn hafi komist undan með dágóða upphæð. Hann ruddist inn í banka í bænum Babd Fuessing í Bæjaralandi á föstudag og veifaði byssu og hótaði starfsfólki. „Upp með hendur!“ sagði hann m.a.
Pilturinn rauk svo út, stökk upp á reiðhjól og reyndi að flýja. Sjónarvottur elti hann hins vegar og aðeins fáum mínútum síðar náði lögreglan að stöðva för hans. Þá var hann kominn að landamærunum að Austurríki.
Hann sýndi engan mótþróa við handtöku og játaði glæpinn.