Skotárás í verslunarmiðstöð

Frá verslunarmiðstöðinni í Maryland þar sem skotárás var gerð í …
Frá verslunarmiðstöðinni í Maryland þar sem skotárás var gerð í dag. AFP

Lög­regl­an í Kól­umb­íu í Mary­land-ríki í Banda­ríkj­un­um fékk í dag til­kynn­ingu um skotárás í versl­un­ar­miðstöð í borg­inni. Sam­kvæmt frétt AFP-frétta­stof­unn­ar lét­ust þrír í árás­inni. Í færslu lög­regl­unn­ar á Twitter seg­ir að einn hinna látnu hafi fund­ist í „námunda við byssu og skot­færi“. 

Að sögn CNN er allt til­tækt sjúkra­lið komið á vett­vang og vinn­ur lög­regl­an nú að því að koma fólki út úr bygg­ing­unni. 

Skot­hríð braust út á ann­arri hæð versl­un­ar­miðstöðvar­inn­ar skömmu eft­ir að hún var opnuð í morg­un. Versl­un­ar­miðstöðin er í um 45 mín­útna akst­urs­fjar­lægð frá höfuðborg­inni Washingt­on. Þar eru um 200 versl­an­ir.

Á mynd sem birt var á Twitter inn­an úr versl­un­ar­miðstöðinni sjást starfsmaður og kúnn­ar versl­un­ar fela sig í geymslu, seg­ir í frétt CNN. Á ann­arri mynd sem birt var á Twitter sjást göt eft­ir byssu­kúl­ur í vegg.

Slökkviliðið birti einnig færslu á Twitter og hvatti fólk til að halda sig fjarri svæðinu.

Dag­blaðið Baltimore Sun seg­ir að gest­ir hafi heyrt skot­hríð og flúið í kjöl­farið út úr bygg­ing­unni.

NBC-sjón­varps­stöðin náði viðtali við mann sem var að reyna að hringja í dótt­ur sína sem hann sagði enn halda til inni í bygg­ing­unni ásamt fjölda annarra. Dótt­ir­in sagði að ringul­reið hefði ríkt og að fólk hafi verið hvatt til að leita skjóls. „Það voru marg­ir í upp­námi,“ sagði faðir stúlk­unn­ar í sam­tali við NBC.

Frétt CNN um málið

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert