600 veikir á skemmtiferðaskipi

Mörg hundruð manns eru veikir eftir að hugsanleg nóróveirusýking kom …
Mörg hundruð manns eru veikir eftir að hugsanleg nóróveirusýking kom upp í skemmtiferðaskipinu Explorer of the Sea. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Talið er að meira en sex hundruð farþegar skemmtiferðaskipsins Explorer of the Seas hafi veikst þegar hugsanleg nóróveirusýking kom upp. Skipið er nú á leið til hafnar á Bandarísku Jómfrúaeyjum. Ferðalagið átti að standa í tíu daga en hefur nú verið stytt um tvo vegna veikindanna að því er kemur fram í frétt CNN.

Farþegar og skipverjar hafa þjáðst af uppköstum og magakveisu. Skipið fór frá Cape Liberty í New Jersey og átti lokaáfangastaður þess að vera St. Marteen. Rúmlega 3.000 farþegar voru um borð í skipinu og rúmlega 1.000 í áhöfn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert