Þýskir evruandstæðingar með 7% fylgi

Evrópuþingið í Strasbourg.
Evrópuþingið í Strasbourg.

Stjórnmálaflokkurinn AfD (Alternative für Deutschland) mælist með 7% fylgi í Þýskalandi samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem gerð var af fyrirtækinu Emnid fyrir þýska dagblaðið Bild am Sonntag. Könnunin var gerð í tilefni af kosningunum til Evrópuþingsins sem fram fara í maí næstkomandi.

Fram kemur í frétt AFP að flokkurinn þurfi í það minnsta 3% til þess að fá sæti á Evrópuþinginu en hann er gagnrýninn á Evrópusambandið og einkum og sér í lagi þátttöku Þjóðverja í evrusvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert