Segi nei við öfgum

Frá Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, í dag.
Frá Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, í dag. ARIS MESSINIS

Viktor Janúkóvítsj, forseti Úkraínu, sakaði í dag mótmælendur um að vera „öfgafullir róttæklingar“ og svo virtist sem hann hafi líkt þeim við nasista, að því er segir í frétt AFP.

Janúkóvitsj sneri aftur í vinnu í dag eftir veikindafrí.

Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér sagði hann að úkraínska þjóðin þyrfti að segja nei við öfgum, róttækni og öllu hatri í samfélaginu. Skemmdarverk stjórnarandstæðinga minni á liðna tíma. „Við viljum ekki endurtaka söguna,“ sagði forsetinn.

Stjórnarandstöðuleiðtoginn og hnefaleikakappinn Vitali Klitschko hefur óskað eftir milligöngu alþjóðasamfélagsins í viðræðum stjórnarandstöðunnar við forsetann, til að forðast allan misskilning.

Um helgina ræddu leiðtogar stjórnarandstöðunnar við utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, og Catherine Ashton sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Hún hvetur til þess að stjórnvöld í Úkraínu nái samkomulagi um úrbætur í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert