„Spillingin í Evrópu yfirgengileg“

AFP

Umfang spillingar í Evrópu er yfirgengilegt og kostar hagkerfi Evrópusambandsins um 120 milljarða evra á hverju ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Cecilia Malmström, sem fer með innanríkismál í framkvæmdastjórninni, skrifar í Gautaborgarpóstinn í dag að spillingin sé að tæra upp innviðina en framkvæmdastjórnin rannsakaði spillinguna í öllum 28 aðildarlöndum ESB. Hún tekur fram að Svíþjóð sé meðal þeirra landa þar sem minnst spilling þrífst.

Þetta er fyrsta skýrslan sem framkvæmdastjórnin hefur látið vinna varðandi spillingu í ESB-ríkjunum. Þar kemur fram að það séu frekar ríkisstjórnir heldur en stofnanir ESB sem reyni að vinna á spillingunni.

Í könnuninni kemur fram að fjórir af hverjum tíu sem rætt var við töldu sig þekkja dæmi um spillingu í viðskiptalífi Evrópu. Í Svíþjóð sögðust 18% þátttakenda þekkja einhvern sem hafði þegið mútur.

Skipulagða glæpastarfsemi er víða að finna í Evrópu og er talið að um 3000 slík samtök sé að finna á ESB-svæðinu. Flest glæpasamtökin eru starfandi í Búlgaríu, Rúmeníu og Ítalíu. Hins vegar er hvítflibbaglæpamenn að finna alls staðar, viðriðna við til dæmis mútur og skattsvik. 

Skýrslan í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert