Heróín þýðir dauði

Heróínnotkun er vaxandi vandamál í Bandaríkjunum
Heróínnotkun er vaxandi vandamál í Bandaríkjunum AFP

And­lát banda­ríska leik­ar­ans Phil­ips Seymours Hoffm­ans hef­ur vakið at­hygli á vanda­máli sem varað hef­ur verið við und­an­farið í Banda­ríkj­un­um - gríðarlegri aukn­ingu í notk­un heróíns sem vímu­gjafa.

Hoffm­an, 46 ára þriggja barna faðir, fannst lát­inn á baðher­berg­is­gólf­inu heima hjá sér á sunnu­dag með sprautu­nál í hand­leggn­um.

Um­slög, ým­ist tóm eða full af heróíni, fund­ust í íbúðinni en nú er beðið niður­stöðu krufn­ing­ar sem fór fram í gær til að hægt sé að staðfesta dánar­or­sök. Fáir eiga von á ann­arri niður­stöðu en of stór­um skammti af heróíni.

Dauðsföll­um af völd­um of stórra skammta hef­ur fjölgað um 45%

Talsmaður lyfja­eft­ir­lits Banda­ríkj­anna (DEA), Joseph Moses, seg­ir að heróínnotk­un sé vax­andi vanda­mál í Banda­ríkj­un­um. Dauðsföll­um af völd­um of stórra skammta af heróíni fjölgaði um 45% á tíma­bil­inu 2006 til 2010 og magnið sem hald er lagt á á landa­mær­um Mexí­kós hef­ur tæp­lega fjór­fald­ast frá ár­inu 2008 til 2012.

Moses seg­ir að heróín­fíkl­arn­ir verði æ yngri og vanda­málið sé ekki leng­ur bundið við stór­borg­ir - heróín­fíkl­ar finn­ist alls staðar.

Hoffm­an er ann­ar þekkti leik­ar­inn sem deyr úr of stór­um skammti af heróíni á stutt­um tíma.

Glee-stjarn­an Cory Monteith, 31 árs, lést af of stór­um skammti af heróíni og áfengi á hót­eli í Vancou­ver í júlí.

Í raun hef­ur heróín verið hálf­gert bann­orð í Banda­ríkj­un­um allt frá átt­unda og ní­unda ára­tug síðustu ald­ar er New York-borg var mekka heróín­ist­anna. Enda samdi Lou Reed lagið Heroin fyr­ir mörg­um ára­tug­um til borg­ar­inn­ar. „Lyfið sem fær þig til þess að líða eins og þú sért son­ur Jesú“ eins og stend­ur í text­an­um.

Heróín orðið ódýra dópið

Heróín og út­breiðsla HIV tengd­ust nán­um bönd­um á ní­unda ára­tugn­um og ekki jók það á vin­sæld­ir heróíns hversu ávana­bind­andi það er. En DEA seg­ir að þetta sé að breyt­ast. Helsta skýr­ing­in er auk­in fram­leiðsla í Mexí­kó, aukið smygl og það að fólk sem er háð lyf­seðils­skyld­um lyfj­um er farið að færa sig í ódýr­ara dóp - heróín.

Þetta er leiðin sem Hoffm­an fór. Í fyrra játaði hann fyr­ir TMZ að hann væri far­inn að nota heróín á ný eft­ir að hafa mis­notað verkjalyf. Sagðist hann hafa verið laus und­an áþján heróín­fíkn­ar­inn­ar í tutt­ugu ár þegar hann féll.

„Heróín er dauðinn,“ seg­ir Moses og bæt­ir við að það sé ekk­ert sem heiti góður skammt­ur af heróíni eða slæm­ur. „En því miður þarf mjög hæfi­leika­rík­ur leik­ari að deyja til þess að fólk skilji þetta þrátt fyr­ir að við séum búin að sjá heróínn­eysl­una aukast jafnt og þétt und­an­far­in ár.“

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um úr banda­rískri rann­sókn (Nati­onal Sur­vey on Drug Use and Health) frá því í sept­em­ber hafði þeim Banda­ríkja­mönn­um sem höfðu notað heróín árið á und­an fjölgað úr 373 þúsund árið 2007 í 669 þúsund árið 2012.

Í síðustu viku lagði til að mynda lög­regl­an hald á 13 kíló af heróíni í Bronx-hverf­inu í New York. Er efnið metið á átta millj­ón­ir Banda­ríkja­dala, tæp­an millj­arð króna.

Má bjóða þér NFL, iP­ho­ne, spaðaás eða hjarta­ás?

Eins gerði lög­regl­an upp­tæk hundruð þúsunda um­slaga sem búið var að stimpla með t.d. NFL, iP­ho­ne o.fl. Um­slög­in sem fund­ust í íbúð Hoffm­ans voru merkt sem spaðaás­inn og hjarta­ás­inn og leit­ar lög­regla nú dóp­sal­ans sem seldi leik­ar­an­um ban­væn­an kokteil um helg­ina.

Eft­ir að greint var frá heróín­fund­in­um í Bronx í síðustu viku sagði sér­fræðing­ur hjá lyfja­eft­ir­lit­inu að bú­ast mætti við fjölg­un dauðsfalla meðal fíkla á næstu miss­er­um og sér­stak­ur sak­sókn­ari í eit­ur­lyfja­mál­um í New York, Bridget Brenn­an, var­ar við því að heróín­vand­inn blasi við okk­ur. Vand­inn sé alls staðar og sí­fellt ber­ist fleiri frétt­ir af fíkl­um í vanda.

Dán­artíðnin er hæst meðal ald­urs­hóps­ins 45-54 ára þegar kem­ur að heróíni í New York og af þeim 115 þúsund­um sem fá meþadon sam­kvæmt lækn­is­ráði í Banda­ríkj­un­um búa 40 þúsund í New York.

En Hoffm­an er ekki einn á báti þegar of stór­ir skammt­ar af eit­ur­lyfj­um meðal Hollywood­leik­ara eru ann­ars veg­ar. Má þar nefna John Belu­s­hi, sem var 33 ára þegar hann lést árið 1982. 

Banda­ríska leik­kon­an Judy Garland var 47 ára þegar hún lést í Lund­ún­um af of stór­um skammti árið 1969.

Whitney Hou­st­on, 48 ára, fannst lát­in í baðkari á  Bever­ly Hilt­on-hót­el­inu 2012.

Heath Led­ger, 28 ára, lést í íbúð sinni árið 2008 af ban­vænni lyfja­blöndu.

Mari­lyn Mon­roe, 36 ára, lést af of stór­um skammti lyfja árið 1962.

Cory Monteith, 31 árs, lést af of stór­um skammti af heróíni og áfengi 2013.

Ri­ver Phoen­ix, 23 ára, lést á næt­ur­klúbbi í Los Ang­eles árið 1993 af of stór­um skammti.

Leik­kon­an Jean Se­berg var 41 árs er hún fannst lát­in í bif­reið sinni í Par­ís 1979 en talið er að hún hafi framið sjálfs­víg með of stór­um skammti af lyfj­um og áfengi.

Philip Seymour Hoffman fannst látinn í íbúð sinni í New …
Phil­ip Seymour Hoffm­an fannst lát­inn í íbúð sinni í New York EPA
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert