Setningarathöfnin hafin í Sotsjí

Rússum tókst ekki að mynda alla fimm hringina í merki …
Rússum tókst ekki að mynda alla fimm hringina í merki leikanna. Fjórir hringir og ein stjarna. AFP

Setningarathöfn Vetrarólympíuleikanna í Sotsjí er nú hafin. Hún hófst núna klukkan 16 og stendur í þrjár klukkustundir. Sævar Birgisson, keppandi í skíðagöngu, verður fánaberi Íslands. Ólympíueldurinn verður tendraður í kvöld en ekki hefur verið gert opinbert hver fær þann heiður.

Setningarathöfnin hófst á því að ung rússnesk stúlka fór í gegnum stafrófið. Hver stafur sýndi einn af helstu frumkvöðlum eða uppfinningum í sögu Rússlands.

Áhorfendur fengu því næst að hlýða á tónlist nokkurra helstu tónskálda Rússa. Sveif stúlkan unga um loftið og mátti heyra söng hennar óma um leikvanginn. Fjöldi söngvara klæddist hvítum og gylltum búningum.

Í lokin mátti sjá fimm hvítar stjörnur sem áttu að mynda hringina fjóra í merki Ólympíuleikanna. Eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis en aðeins urðu til fjórir hringir og ein stjarna, líkt og sjá má á mynd sem fylgir fréttinni.

Íþróttafólkið gengur nú inn á völlinn og reið gríska íþróttafólkið á vaðið. Hverju landi fylgir hvítklædd kona með höfuðskraut.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka