Þvinguð til að drekka gos og lést

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Par í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum hefur verið ákært fyrir morð á fimm ára stúlku. Fólkið þvingaði stúlkuna til að drekka meira en tvo lítra af gosi í refsingarskyni fyrir að fá sér sopa án þess að spyrja um leyfi.

Í frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar segir að stúlkan, Alexa Linboom, hafi verið flutt á sjúkrahús 1. janúar árið 2012. Faðir stúlkunnar og stjúpmóðir komu með hana á sjúkrahúsið. Þau sögðu að stúlkan hefði blánað í framan.

Í ljós kom að stúlkan var með alvarlegan heilaskaða eftir að hafa drukkið gríðarlegt magn af vökva. Við þetta bólgnaði heili hennar og leiddi það að lokum til dauða.

Rannsókn málsins hefur staðið í rúmlega tvö ár. Niðurstaða hennar var sú að parið hefði myrt stúlkuna og hefur það verið ákært.

Ítarleg frétt Sky um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert