Fjöldamótmæli í Madríd

Þúsundir mótmæltu áformum stjórnvalda um takmarkanir á fóstureyðingum í Madríd …
Þúsundir mótmæltu áformum stjórnvalda um takmarkanir á fóstureyðingum í Madríd í dag. VICTOR LERENA

Þúsundir tóku þátt í kröfugöngu í Madríd, höfuðborg Spánar, í dag til að mótmæla áformum stjórnvalda um takmarkanir á fóstureyðingum. Spænsk stjórnvöld hafa það í hyggju að afnema lagabreytingu frá árinu 2010 sem gerði það að verkum að konur gátu farið í fóstureyðingu þar til fjórtán vikur væru liðnar af meðgöngu.

Í frétt AFP segir að nái áform stjórnvalda fram að ganga megi aðeins eyða fóstri ef konunni hefur annað hvort verið nauðgað eða meðgangan valdið sálrænu eða líkamlegu áfalli. Fjölmargir mótmæltu þessum áformum á strætum Madrídar í dag.

„Lögin færa okkur 40 ár aftur í tímann,“ sagði Concha Merin, einn af mótmælendunum, við AFP. „Ég á tvær dætur og þessi breyting gæti haft áhrif á þær,“ sagði hún.

Seinasta ríkisstjórn á Spáni rýmkaði rétt kvenna til að fara í fóstureyðingu á seinasta kjörtímabili en kaþólska kirkjan lagðist harðlega gegn þeim breytingum

VICTOR LERENA
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert