Ljón vilja bita af Maríusi - ekki rósakál

Ljón gæða sér á bita af Maríusi.
Ljón gæða sér á bita af Maríusi. AFP

Margir Danir hafa komið dýragarðinum í Kaupmannahöfn til varnar í kjölfar þess að yfirvöld garðsins ákváðu að slátra gíraffanum Maríusi, skera hann í bita og færa ljónunum að éta. Meðal þess sem hefur verið gagnrýnt er að dýrið var skorið í sundur að viðstöddum gestum garðsins.

Starfsfólk dýragarðsins hefur m.a. fengið líflátshótanir eftir að gíraffinn var felldur í gær. Maríus var 18 mánaða gamall og heilbrigður.

Mörg þúsund manns höfðu hvatt yfirvöld garðsins til að þyrma lífi Maríusar og milljarðamæringur hafði m.a. boðist til að kaupa hann og hafa hann í garði sínum í Beverly Hills.

En Danir eru ekki sama sinnis. Flestir þeirra segja að gagnrýnendurnir séu fullir hræsni og af pólitískum rétttrúnaði. Þeir segja að búið sé að „Disney-væða“ dýr í dýragörðum. 

Blaðamaður Politikens, Kristian Madsen, skrifaði á Twitter: „Allur heimurinn er brjálaður. Hvað heldur fólk að ljón éti á þeim dögum sem þeir fá ekki bita af Maríusi? Rósakál?“

Almannatengillinn Mikkel Dahlqvist tísti: „Maríus átti gott heimili í dýragarðinum í eitt og hálft ár. Núna eru ljónin hamingjusöm og södd.“

Stjórnendur dýragarðsins segjast hafa verið tilneydd til að fella Maríus þar sem hætta væri á skyldleikaræktun. Það væri brot á reglum dýragarða í Evrópu.

Fréttir mbl.is:

Ljónin éta Maríus

Maríusi hefur verið lógað

Maríus var ungur gíraffi.
Maríus var ungur gíraffi. EPA
Maríus var skorinn í bita fyrir framan gesti garðsins.
Maríus var skorinn í bita fyrir framan gesti garðsins. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert