Forseti vill ættleiða jóska Maríus

Gíraffinn Maríus sem var felldur í dýragarðinum í Kaupmannahöfn um …
Gíraffinn Maríus sem var felldur í dýragarðinum í Kaupmannahöfn um helgina. AFP

Ramzan Kadyrov, forseti Tétsníu, hefur boðist til að taka að sér gíraffann Maríus, sem búsettur er í dýragarðinum á Jótlandi í Danmörku, en hans bíða líklega sömu örlög og nafna hans úr dýragarðinum í Kaupmannahöfn.

Kadyrov er þekktur dýravinur og verndari dýra og á sinn eigin dýragarð. 

Honum rennur til rifja að hugsanlega muni jóska Maríusi, sem er sjö ára heilbrigður gíraffi, verða lógað, en ástæðan fyrir því er að hann hentar ekki til ræktunar. 

„Ég hef lesið um að þeir í Danmörku hyggist lóga öðrum gíraffa,“ er haft eftir Kadyrov í breska blaðinu The Guardian. „Ég er tilbúinn til að taka hann að mér af mannúðarástæðum. Ég get tryggt honum góðar aðstæður og hugsað vel um hann.“

Mörg þúsund manns höfðu í kvöld skrifað undir undirskriftalista þar sem beðið er um að lífi Maríusar hins jóska verði þyrmt.

Maríus hinn fyrri var skotinn með byssu og átu ljónin í garðinum kjötið af dýrinu. Maríus var 18 mánaða gamall og heilbrigður.

Frétt mbl.is: Verður öðrum Maríusi lógað?

Ramzan Kadyrov hefur hug á að taka hinn jóska Maríus …
Ramzan Kadyrov hefur hug á að taka hinn jóska Maríus að sér af mannúðarástæðum. REUTERS
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert