Mistekist að stöðva þjóðernishreinsanir

Síðustu vikur hefur Amnesty International safnað saman yfir 100 vitnisburðum …
Síðustu vikur hefur Amnesty International safnað saman yfir 100 vitnisburðum frá fyrstu hendi af víðtækum árásum Anti-balaka í norðvesturhluta landsins. mynd/Amnesty

Alþjóðleg friðargæsla í Mið-Afr­íku­lýðveld­inu hef­ur brugðist í því að koma í veg fyr­ir þjóðern­is­hreins­an­ir gegn mús­lím­um í vest­ur­hluta lands­ins. Þetta kem­ur fram í skýrslu Am­nesy In­ternati­onal.

Þar seg­ir, að fólsku­leg­ar árás­ir af hendi vopnaðra hópa, sem kalli sig Anti-balaka, séu liður í þjóðern­is­hreins­un­um gegn mús­límsk­um minni­hluta­hópn­um í Mið-Afr­íku­lýðveld­inu. Af­leiðing­in sé fjölda­flótti mús­líma af sögu­legri stærðargráðu.

Am­nesty seg­ir að það ríki neyðarástand í Mið-Afr­íku­lýðveld­inu sem krefj­ist skjótra viðbragða. Friðargæsluliðar þar verði að vernda al­menna borg­ara, senda sveit­ir á hættu­svæði og stöðva þvingaða brott­flutn­inga.

Í des­em­ber síðastliðlum samþykkti ör­ygg­is­ráð Sam­einuðu þjóðanna að senda friðargæsluliða til lands­ins vegna hættu­ástands­ins. Í land­inu eru 5.500 friðagæsluliðar frá Afr­ík­u­sam­band­inu og 1.600 fransk­ir friðagæsluliðar og eru þeir staðsett­ir í höfuðborg­inni Bangui og í bæj­um norðan og suðvest­an af borg­inni.

Fram kem­ur í skýrsl­unni, að alþjóðleg­ar friðargæslu­sveit­ir hafi verið svifa­sein­ar til að vernda mús­líma í hættu og leyft Anti-balaka að fylla upp í valdatómið sem hafi mynd­ast við frá­hvarf Seleka.

Of­beldið, hatrið og óstöðug­leik­inn nú eru bein­ar af­leiðing­ar af því þegar her­sveit­ir Seleka, sem eru að mestu mús­lím­ar, hófu vopnaðar árás­ir í des­em­ber 2012 og náðu völd­um í mars 2013. Þá tæpa tíu mánuði sem Seleka voru við völd báru þeir ábyrgð á fjölda­morðum, af­tök­um án dóms og laga, nauðgun­um, pynd­ing­um,  rán­um og eyðilegg­ingu krist­inna þorpa, að því er seg­ir í skýrsl­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert