Verður öðrum Maríusi lógað?

Maríus var felldur í dýragarðinum í Kaupmannahöfn um helgina.
Maríus var felldur í dýragarðinum í Kaupmannahöfn um helgina. AFP

Aðeins nokkrum dögum eftir að gíraffanum Maríusi var lógað í dýragarðinum í Kaupmannahöfn hefur annar danskur dýragarður ratað í heimsfréttirnar. Dýragarðurinn á Jótlandi í Danmörku hefur tilkynnt að hugsanlega þurfi að lóga karlkyns gíraffa og heitir hann einnig Maríus.

Dýrið sem skotið var í dýragarðinum í Kaupmannahöfn um helgina fékk ekki að lifa vegna nýrra reglna Evrópusambandsins, en þær miða að því að koma í veg fyrir skyldleikaræktun. Lögin virðast einnig ætla að verða nafna hans að falli.

Maríus á Jótlandi er sjö ára heilbrigður gíraffi. Félagi hans í dýragarðinum, hreinræktaður gíraffi, hentar aftur á móti betur til ræktunar. Að sögn starfsmanns dýragarðsins verður annað karldýrið að fara úr garðinum fái dýragarðurinn kvenkyns gíraffa, annars muni karldýrin berjast hvort við annað. Takist starfsfólki dýragarðsins ekki að finna Maríusi nýtt heimili verður honum lógað.

Maríus fyrri var skotinn með byssu og átu ljónin í garðinum kjötið af dýrinu. Starfsfólk dýragarðsins hefur m.a. fengið líflátshótanir eftir að gíraffinn var felldur. Maríus var 18 mánaða gamall og heilbrigður.





Ljónin af dýrinu átu kjötið af Maríusi eftir að hann …
Ljónin af dýrinu átu kjötið af Maríusi eftir að hann var felldur. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert