Kaupa rauðar rósir í laumi

Konur ganga fram hjá blómabúð í borginni Riyadh í Sádi-Arabíu …
Konur ganga fram hjá blómabúð í borginni Riyadh í Sádi-Arabíu í dag, Valentínusardag. Þar er bannað að selja rauð blóm og annað sem tengist þessum degi, en engu að síður má sjá rauðan blómvönd í glugga búðarinnar. AFP

„Ég er búinn að fela allt sem er rautt á litinn,“ segir sádiarabíski blómasalinn Hussein í borginni Ryadh. Í Sádi-Arabíu er bannað að halda Valentínusardaginn hátíðlegan og hefur trúarlögreglan eftirlit með því að banninu sé framfylgt. En ástfangir Sádi-Arabar láta það ekki hindra sig og kaupa rauðar rósir í laumi og hjartalaga súkkulaðimolar eru seldir undir borðið.

Trúarlögreglan Muttawa hóf aðgerðir fyrr í vikunni þar sem sælgætis- og blómaverslanir voru heimsóttar og eigendum þeirra gerð grein fyrir því að bannað væri að selja varning sem „hvetur til rómantíkur“. Samkvæmt landslögum er körlum og konum bannað að sýna hvort öðru ástúð á opinberan hátt.

Hermt eftir heiðingjum

Og þetta er alvörumál, því einn af valdamestu klerkum landsins, Mohammed al-Oreifi, skrifaði á twittersíðu sína núna í vikunni að þeir Sádi-Arabar sem héldu Valentínusardaginn hátíðlegan væru „að herma eftir heiðingjum“.

Eigandi sælgætisbúðar sagði í samtali við AFP-fréttastofuna að hann hefði vissulega súkkulaðihjörtu til sölu. „En þau eru aðeins seld rétta fólkinu. Við felum þau, því við viljum ekki lenda í vandræðum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert