Sex metra djúp og tíu metra breið hola myndaðist í jörðinni undir húsum í bænum Hemel Hempstead í Hertfordskíri á Bretlandseyjum í dag. Lögreglan hefur rýmt 17 hús. Talið er að gríðarlegar rigningar sem gengið hafa yfir landið séu sökudólgurinn en þetta er í þriðja sinn á fáum dögum sem slíkar holur hafa myndast undir og við hús.
Í frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar er haft eftir íbúum að þeir hafi fundið jörðina skjálfa í nótt. Um k. 6.30 í morgun barst lögreglu svo tilkynning um holuna.