Dóra landkönnuður kom til bjargar

Jose Salvador Alvarenga
Jose Salvador Alvarenga AFP

Rann­sókn­ir á veðuraðstæðum benda til þess að frá­sögn skip­brots­manns­ins Jose Sal­vador Al­var­enga um hvernig hann komst til lands á Mars­hall-eyj­um sé sönn.

Al­var­enga seg­ist hafa verið á reki um Kyrra­hafið í 13 mánuði en hann fannst sof­andi í fjör­unni á Mars­hall-eyj­um í lok janú­ar eft­ir 12.500 km ferðalag. 

Hann er 37 ára gam­all og frá El Sal­vador en fór á há­karla­veiðar frá smá­bæ í Mexí­kó í des­em­ber 2012. Vonsku­veður skall á og hann og fé­laga hans tók að reka á haf út.

Al­var­enga seg­ist hafa veitt sér til mat­ar, m.a. skjald­bök­ur, fiska og fugla. Fé­laga hans hafi hins veg­ar ekki tek­ist að melta skjald­böku­blóðið og hráa fisk­inn og lát­ist úr ofþorn­un. Hann hafi losað sig við líkið í hafið.

Sam­kvæmt rann­sókn vís­inda­manna við há­skól­ann í Hawaii benda út­reikn­ing­ar til þess að saga hans geti staðist hvað varðar vind og sjáv­ar­föll. 

Amy Li­bok­meto og Rus­sell Laij­edrik, sem eru einu íbú­arn­ar á eyj­unni Eneaitok skammt frá þar sem Al­var­enga kom að landi segj­ast hafa heyrt hróp og fundið Al­var­enga á strönd nær­liggj­andi eyju. Vænt­an­lega eru þau fyrstu mann­eskj­urn­ar sem hann hafði séð í marga mánuði enda hafði eins dags sjó­ferð breyst í þrett­án mánaða langt ferðalag.

Li­bok­meto seg­ir að Al­var­enga hafi litið veiklu­lega út og kallað eitt­hvað á óþekktu tungu­máli. Hann hafi baðað út öll­um öng­um og verið með hníf í hend­inni. „Við vor­um ekki hrædd held­ur hissa,“ sagði hún í sam­tali við AFP.

Hún seg­ist hafa talað við hann á sinni lé­legu ensku og beðið hann um að leggja hníf­inn frá sér. Síðhærður og skeggjaður og ein­ung­is klædd­ur í tætl­ur af nær­brók lagði Al­var­enga hníf­inn strax frá sér. 

Tel­ur parið eng­an vafa leika á því að hon­um hafi skolað á land. Þau fóru með hann heim til sín og þvoðu hon­um og klæddu. Al­var­enga talaði ein­ung­is spænsku en ekki þau. Sveit­ar­stjór­inn náði hins veg­ar að tala aðeins við hann á þeirri litlu spænsku sem hann kunni eft­ir að hafa horft á þætt­ina með Dóru land­könnuði með börn­um sín­um.

Eins og fram hef­ur komið er Al­var­enga kom­inn heim til El Sal­vador þar sem hann hitti fjöl­skyldu sína á ný. Lækn­ar segja lík­am­legt ástand hans gott en ekki and­legt.

Al­var­enga seg­ir að fjöl­mörg skip og bát­ar hafi siglt fram hjá hon­um er hann var á reki, í eitt skiptið hafi áhöfn­in veifað til hans og haldið síðan áfram. Annað skip hafi siglt svo ná­lægt hon­um að hann hafi næst­um verið sigld­ur niður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert