Myrtur í stað klippingar

Jim Smart

Fangi í Tadsjikistan stakk fangelsisstjórann til bana með skærum í gær eftir að hafa verið gert að klippa hár hans, að því er fram kemur í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu.

Fangelsisstjórinn hafði beðið fangann, sem er hárgreiðslumaður, að koma inn á skrifstofu sína til þess að klippa sig. Fanginn stakk fangelsisstjórann í höfuðið einu sinni og sextán sinnum í líkamann með skærunum.

Fanginn, sem er 29 ára gamall, var fyrir nokkrum mánuðum dæmdur í 17 og hálfs árs fangelsi fyrir morð á ungum manni. Þann mann stakk hann 57 sinnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert