Lýst sem helvíti á jörðu

Mótmælt í Suður-Kóreu vegna ástandsins í Norður-Kóreu.
Mótmælt í Suður-Kóreu vegna ástandsins í Norður-Kóreu. EPA

Flótta­fólk frá Norður-Kór­eu og mann­rétt­inda­sam­tök hafa fagnað nýrri skýrslu Sam­einuðu þjóðanna um al­var­leg mann­rétt­inda­brot í land­inu en talið er ólík­legt að ör­ygg­is­ráð Sam­einuðu þjóðanna samþykki aðgerðir gegn ein­ræðis­stjórn­inni í Pjongj­ang.

Höf­und­ar skýrsl­unn­ar segja að draga eigi leiðtoga Norður-Kór­eu og helstu emb­ætt­is­menn hans fyr­ir alþjóðleg­an dóm­stól vegna glæpa gegn mann­kyn­inu. Kín­versk stjórn­völd, sem eru með neit­un­ar­vald í ör­ygg­is­ráðinu, höfnuðu niður­stöðum skýrsl­unn­ar og sögðu að gagn­rýn­in á N-Kór­eu­stjórn væri „ósann­gjörn“.

Þriggja manna rann­sókn­ar­nefnd á veg­um mann­rétt­indaráðs Sam­einuðu þjóðanna birti í fyrra­dag 374 síðna skýrslu þar sem fjallað er um al­var­leg mann­rétt­inda­brot í Norður-Kór­eu, m.a. af­tök­ur og morð á meint­um and­ófs­mönn­um, þrælk­un póli­tískra fanga og of­beldi gegn föng­um, m.a. pynt­ing­ar og nauðgan­ir.

Nefnd­in hlýddi á vitn­is­b­urði 320 norðurkór­eskra flótta­manna í Bretlandi, Jap­an, Suður-Kór­eu og Banda­ríkj­un­um. Nefnd­in yf­ir­heyrði einnig sér­fræðinga í mál­efn­um Norður-Kór­eu, m.a. sér­fræðinga sem nota gervi­hnatta­mynd­ir til að rann­saka fanga- og þrælk­un­ar­búðir í land­inu.

Minn­ir á glæpi nas­ista

Í skýrsl­unni kem­ur fram að talið er að um 80.000 til 120.000 manns séu núna í fanga­búðum sem er lýst sem hel­víti á jörðu. Talið er að hundruð þúsunda manna hafi dáið fyr­ir ald­ur fram í búðunum síðustu fimm ára­tugi, annaðhvort verið tekn­ir af lífi eða dáið af völd­um hung­urs, þrælk­un­ar og pynt­inga.

Formaður rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar, Michael Kir­by, sem var dóm­ari í Ástr­al­íu í 35 ár, sagði að mann­rétt­inda­brot­in í Norður-Kór­eu minntu hann á grimmd­ar­verk þýskra nas­ista í síðari heims­styrj­öld­inni og Rauðu kmer­anna und­ir for­ystu Pol Pot í Kambódíu. Harðstjórn­in í Norður-Kór­eu ætti sér enga hliðstæðu í heim­in­um nú á dög­um.

Kir­by greip til þess ráðs að skrifa Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kór­eu, bréf þar sem hann varaði við því að Kim og hundruð hand­benda hans kynnu að verða sak­sótt þegar fram liðu stund­ir fyr­ir glæp­ina.

Kim Young-Soon, ein úr röðum flótta­fólks­ins sem kom fyr­ir rann­sókn­ar­nefnd­ina, sagði það mjög mik­il­væg­an áfanga að nefnd á veg­um Sam­einuðu þjóðanna skyldi hafa lagt fram skýrslu um „hryll­ing­inn sem fólk hef­ur þurft að ganga í gegn­um“ í Norður-Kór­eu. „Norður-Kór­eu­stjórn viður­kenn­ir aldrei að til séu fanga­búðir fyr­ir póli­tíska fanga og þessi skýrsla breyt­ir ekki neinu á einni nóttu,“ hef­ur frétta­veit­an AFP eft­ir henni. „Það þýðir samt ekki að við eig­um að gef­ast upp. Við þurf­um að safna vitn­is­b­urðum til að ein­hvern tíma verði hægt að nota þá sem óvé­fengj­an­leg sönn­un­ar­gögn til að refsa þeim sem standa fyr­ir grimmd­ar­verk­un­um.“

Frétta­skýrend­ur segja það mjög ólík­legt að leiðtog­arn­ir í Norður-Kór­eu verði sak­sótt­ir vegna þess að talið er að Kín­verj­ar beiti neit­un­ar­valdi sínu í ör­ygg­is­ráðinu gegn hvers kon­ar til­raun­um til að refsa þeim sem bera ábyrgð á mann­rétt­inda­brot­un­um. Bill Rich­ard­son, fyrr­ver­andi sendi­herra Banda­ríkj­anna, tel­ur þó að gagn­rýn­in sem kem­ur fram í skýrsl­unni geti haft áhrif á stjórn­ina í Norður-Kór­eu og hreyft við „hóf­söm­um öfl­um í Pjongj­ang sem átta sig á því að ein­hverj­ar breyt­ing­ar eru nauðsyn­leg­ar“.

Ann­ar sér­fræðing­ur í mál­efn­um Norður-Kór­eu, Leoníd Petrov, seg­ir að ekki sé til nein ein­föld lausn á vanda­mál­inu. Hann tel­ur ólík­legt að ástandið í mann­rétt­inda­mál­um batni í Norður-Kór­eu nema deil­an um kjarna­vopna­áætl­un lands­ins verði leyst og sam­komu­lag ná­ist um að binda form­lega enda á Kór­eu­stríðið sem lauk með vopna­hléi en án friðarsamn­ings árið 1953.

Neydd til að drekkja barni sínu

Einn af fyrr­ver­andi föng­um, sem lýstu hryll­ingn­um í fanga­búðunum, sagði að eitt af verk­efn­um sín­um hefði verið að „safna lík­um þeirra sem dóu úr hungri, setja þau í stór­an pott og brenna þau“, sagði Kir­by. Fang­inn var síðan lát­inn setja ösk­una í poka til að hægt yrði að nota hana sem áburð á ná­læg­um ökr­um.

Í skýrsl­unni kem­ur m.a. fram að vörður gekk í skrokk á konu þegar hún ól barn í ein­um fanga­búðanna. Hún grátbað vörðinn um að fá að halda barn­inu en hann hélt áfram að berja hana. Hún var síðan neydd til að taka ný­fætt barnið og halda höfði þess í vatns­fötu þar til það drukknaði.

Harðstjór­arn­ir fang­elsa ekki aðeins þá sem grunaðir eru um and­óf, held­ur einnig skyld­menni þeirra. Marg­ir fang­anna voru hneppt­ir í fang­elsi fyr­ir að reyna að flýja til Kína, aðrir fyr­ir það eitt að horfa á sápuóperu í sjón­varpi eða fyr­ir að leita að mat til að seðja hungrið.

Eitt vitn­anna sagði að mat­ar­skammt­arn­ir hefðu verið svo litl­ir að fang­ar hefðu þurft að borða orma eða gras og veiða sná­ka eða rott­ur sér til mat­ar. „Þegar ein­hver dó klædd­um við hann úr föt­un­um og fór­um í þau,“ sagði eitt vitn­anna.

Annað vitni sagði að fang­ar hefðu eitt sinn grafið nokk­ur lík og síðar komið að gröf þeirra tómri. „Seinna kom­umst við að því að gam­all maður, sem gætti staðar­ins, hafði látið hund­ana sína éta lík­in,“ sagði einn fang­anna fyrr­ver­andi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert