Nunnan dæmd í þriggja ára fangelsi

Megan Rice ásamt félögum sínum. Þau hafa öll verið dæmd …
Megan Rice ásamt félögum sínum. Þau hafa öll verið dæmd í fangelsi.

Öldruð bandarísk nunna hefur verið dæmd í tæplega þriggja ára fangelsi fyrir skaða sem hlaust af innbroti hennar á lokað svæði þar sem úraníum er geymt og unnið.

Systir Megan Rice er 84 ára. Hún klippti gat á girðingu um svæðið sem er í Tennessee og fór þangað inn ásamt tveimur öðrum mótmælendum. Öll hlutu þau dóm fyrir innbrotið. 

Atvikið átti sér stað í júlí árið 2012. 

„Ekki sýna mér vægð,“ sagði systir Megan við dómsuppsöguna í Knoxville í gær. „Að vera í fangelsi það sem eftir er lífs míns væri stærsta gjöf sem þið gætuð gefið mér.“

Systir Megan sagðist aðeins sjá eftir einu og það væri að hafa ekki gripið til aðgerða gegn kjarnorkuverum fyrr.

Þremenningarnir úðuðu málningu á svæðinu, settu upp lögregluborða sem notaður er til að afmarka vettvang glæpa og börðu í veggi með hömrum. Þau sprautuðu einnig blóði úr barnapelum á veggi bygginga.

Er vörður nálgaðist þau buðu þau honum að borða og sungu fyrir hann. 

Frétt BBC um málið í heild. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert