Sonurinn ekki til læknis og lést

mbl.is

Hjón í Pennsylvaníu, sem hafa ofurtrú á mætti bænarinnar, eiga yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm fyrir að koma kornungum syni sínum ekki undir læknishendur er hann var alvarlega veikur. Eldri sonur þeirra lést úr lungnabólgu árið 2009. Þeim var í kjölfarið fyrirskipað af dómstólum að sjá til þess að hin börnin þeirra fengju læknisaðstoð.

Í frétt AP-fréttastofunnar segir að dæmt verði í máli Herberts og Catherine Schaible í dag. Yngri sonur þeirra var aðeins átta mánaða er hann lést og sá eldri 2 ára er hann dó árið 2009.

Hjónin tilheyra samfélagi sem kallar sig Pentecostal og eru í söfnuði First Century Gospel-kirkjunnar í norðausturhluta Philadelphiu.

Verjendur hjónanna segja að ekkert saknæmt hafi átt sér stað. Hjónin eiga sjö börn á lífi.

„Við trúum á lækningu guðs, að Jesús hafi blætt svo við megum læknast og að hann hafi dáið á krossinum til að koma í veg fyrir völd djöfulsins,“ sagði Herbert Schaible við lögregluna árið 2013. Hann segir að notkun lyfja gangi gegn trú þeirra.

Kviðdómur dæmdi parið í tíu ára skilorðsbundið fangelsi vegna dauða eldri sonarins. Í dómnum var einnig kveðið á um að þau yrðu að fá læknishjálp fyrir hin börnin, gerðist þess þörf. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert