Skátastelpa seldi kannabisneytendum kökur

Hér má sjá skátastelpuna Danielle selja kökur fyrir framan Green …
Hér má sjá skátastelpuna Danielle selja kökur fyrir framan Green Cross. Green Cross

Það er ekki hægt að segja annað en að hin þrettán ára skátastelpa Danielle Lei sé með gott viðskiptavit. Hún ákvað að setja upp bás við innganginn að Green Cross, þar sem maríjúana er veitt í lækningaskyni, og seldi þar kökur til fjáröflunar. 

Salan lét ekki á sér standa en hún seldi alls 117 kökubox á tveimur tímum. Það eru 37 fleiri box en hún seldi fyrir framan matvöruverslun daginn eftir, að því er segir í frétt NBC um málið.

„Það er ekkert leyndarmál að kannabis eykur matarlyst, svo það kom ekki á óvart að margir af sjúklingunum okkur komu til okkar, keyptu kannabis, sáu síðan kökurnar og keyptu þær,“ sagði Holli Bert, talskona Green Cross.

„En það voru ekki bara sjúklingar. Starfsfólkið og nágrannar keyptu líka kökur. Ég sjálf keypti fimm box. Það reyndist vera hárrétt ákvörðun,“ bætti hún við.

Þau voru svo ánægð með framtakið að þau buðu Danielle að koma aftur á morgun, laugardag, fyrir framan Green Cross til að selja kökur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert