„Einræðisstjórnin er fallin“

Júlía Tímósjenkó er nú frjáls eftir að hafa setið á …
Júlía Tímósjenkó er nú frjáls eftir að hafa setið á bak við lás og slá. EPA

„Einræðisstjórnin er fallin,“ sagði  Júlía Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, er hún gat aftur um frjálst höfuð strokið í dag eftir að hafa verið veitt lausn úr fangelsi.

Það gerðist í kjölfar þingsályktunartillögu sem úkraínska þingið samþykkti þar sem fangelsisdómi sem hún hlaut árið 2011 var snúið við.

Tímósjenkó lét ummælin falla í yfirlýsingu sem hún birti á heimasíðu sinni.

Hún segir að það sé fólkinu sem fór út á götur til að verja sig, fjölskyldur sínar og landið að þakka að stjórnin sé nú fallin.

Þingið samþykkti jafnframt í dag að koma Viktor Janúkóvitsj, forseta landsins, frá völdum og flýta forsetakosningum í landinu, en samþykkt var að halda kosningar 25. maí nk.

Forsetinn segir að um valdarán sé að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka