Júlía Tímósjenkó leyst úr haldi

Úkraínska þingið hefur samþykkt að sleppa Júlíu Tímósjenkó úr fangelsi.
Úkraínska þingið hefur samþykkt að sleppa Júlíu Tímósjenkó úr fangelsi. SERGEI SUPINSKY

Úkraínska þingið samþykkti nú á tólfta tím­an­um að sleppa Júlíu Tímósj­en­kó, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, úr fang­elsi. Lík­legt er talið að hún geti losnað úr haldi strax í dag.

Mót­mæl­end­ur hafa á und­an­förn­um dög­um kraf­ist þess að Tímósj­en­kó, sem er einn helsti stjórn­ar­and­stöðuleiðtog­inn, verði sleppt úr haldi. 

Tímósj­en­kó var for­sæt­is­ráðherra Úkraínu á ár­un­um 2007 til 2010. Eft­ir að Vikt­or Janúkóvít­sj var kjör­inn for­seti var hún ákærð fyr­ir að hafa mis­beitt valdi sínu í tengsl­um við gassamn­ing sem hún gerði við rúss­nesk stjórn­völd árið 2009. Hún var dæmd í sjö ára fang­elsi árið 2011.

Fregn­ir herma að Janú­kovít­sj hafi flúið frá Kænug­arði, höfuðborg Úkraínu, til Kharkiv, sem er borg ná­lægt landa­mær­um Úkraínu og Rúss­lands. Þar á hann fjöl­marga banda­menn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert