Sagði fyrir um byltingarnar

Úkraínskur mótmælandi á götum Kænugarðs, höfuðborgar landsins.
Úkraínskur mótmælandi á götum Kænugarðs, höfuðborgar landsins. BULENT KILIC

Skelf­ing­ar­ástand rík­ir í lönd­um á borð við Úkraínu, Venesúela, Taí­land, Bosn­íu og Sýr­land eins og fjallað hef­ur verið um í heims­frétt­un­um á hverj­um ein­asta degi. Bylt­ing­ar, órói og óeirðir eru víða í heim­in­um um þess­ar mund­ir.

Við fyrstu sýn virðist sem svo að það sé til­vilj­un­um háð hvar í heim­in­um átök og óeirðir blossa upp. En það er eitt sem rík­in eiga sam­eig­in­legt, seg­ir Bri­an Merchant, pistla­höf­und­ur á vefsíðunni Mot­her­bo­ard. Mat­væla­verð er í hæstu hæðum í öll­um ríkj­un­um.

Fyr­ir rúmu ári vöruðu sér­fræðing­ar hjá New Eng­land Comp­l­ex System-stofn­un­inni (NECSI) við því að ef mat­væla­verð myndi halda áfram að hækka í heim­in­um myndu lík­urn­ar á að óeirðir bryt­ust út að sama skapi aukast. Það reynd­ist rétt.

Sá sem fór fyr­ir sér­fræðinga­hópn­um, Ya­neer Bar-Yam, teiknaði graf sem sýndi þróun hinn­ar svo­nefndu mat­væla­vísi­tölu í heim­in­um. Hann komst að því að alltaf þegar vísi­tal­an fór yfir 210 stig brut­ust út óeirðir ein­hvers staðar í heim­in­um.

Það gerðist til dæm­is árið 2008, eft­ir hrun fjár­mála­kerf­is­ins, og aft­ur árið 2011, þegar tún­ísk­ur mót­mæl­andi kveikti í sjálf­um sér vegna þess að hann gat ekki brauðfætt fjöl­skyldu sína. Í raun má segja að at­b­urður­inn hafi leyst úr læðingi öldu mót­mæla í ar­ab­aheim­in­um.

Vöruðu við af­leiðing­um hás mat­væla­verðs

Bar-Yam smíðaði út frá upp­lýs­ing­um um mat­væla­vísi­töl­una lík­an. Sam­kvæmt því áttu átök að brjót­ast út í ar­ab­a­ríkj­un­um og það reynd­ist rétt. Nokkr­um vik­um síðar hófst ar­ab­íska vorið svo­kallaða. Fjór­um dög­um áður en Mohammed Bouazizi, græn­met­is- og ávaxta­sal­inn í Tún­is, kveikti í sjálf­um sér hafði NECSI skilað af sér skýrslu þar sem varað var við af­leiðing­um hás mat­væla­verðs á póli­tísk­an stöðug­leika í heim­in­um, sér í lagi í ar­ab­a­ríkj­un­um

Líkanið hafði aft­ur rétt fyr­ir sér í fyrra. Mat­væla­verð á heimsvísu hef­ur sjald­an verið jafn­hátt og langt er síðan svo mik­ill óstöðug­leiki hef­ur ríkt í heim­in­um.

Ólgan mik­il und­an­farna mánuði

„Það hef­ur verið ólga í fjöl­mörg­um lönd­um á und­an­förn­um átján mánuðum sem er í fullu sam­ræmi við spár okk­ar,“ seg­ir Bar-Yam. Mat­væla­verðið virðist hafa sitt að segja. Vendipunkt­in­um er náð, að hans sögn, þegar vísi­tal­an fer í 210 stig og „þar höf­um við verið sein­ustu átján mánuði,“ út­skýr­ir hann

Auðvitað er fjöl­margt annað sem kem­ur til en mat­væla­verðið virðist skipta máli. Ekk­ert lát er til dæm­is á mót­mæl­un­um í Venesúela en þar hef­ur mat­væla­verð ekki verið jafn­hátt í átján ár.

Suður-Afr­íka, Haítí, Arg­entína, Egypta­land, Tún­is, Bras­il­ía, Tyrk­land, Kol­umbía, Líb­ýa, Svíþjóð, Ind­land, Kína, Búlga­ría, Síle, Sýr­land, Taí­land, Bangla­desh, Barein, Úkraína, Venesúela og Bosn­ía eru dæmi um ríki þar sem óeirðir hafa brot­ist út og mat­væla­verð hef­ur hækkað, að sögn Bar-Yam.

Mat­væla­verð hef­ur farið hækk­andi í Taílandi. Árið 2012 vöruðu Sam­einuðu þjóðirn­ar við því að hækk­andi mat­væla­verð gæti leitt til megnr­ar óánægju meðal lands­manna sem gæti að end­ingu leitt til átaka. Svo varð raun­in, enda brut­ust út mikl­ar óeirðir í land­inu í fyrra.

Horf­urn­ar bjart­ar

Í Bosn­íu hef­ur al­menn­ing­ur farið út á göt­ur og mót­mælt hækk­andi at­vinnu­leysi, háu mat­væla­verði og and­vara­leysi stjórn­valda. Frétta­skýrend­ur segja að um sé að ræða verstu átök­in í land­inu síðan stríði lauk þar árið 1995.

Í stuttu máli sagt er mat­væla­verð hátt og óánægja al­menn­ings að magn­ast. En horf­urn­ar eru hins veg­ar bjart­ar.

Bar-Yam seg­ir að út­lit sé fyr­ir að korn­verð fari lækk­andi á næstu mánuðum sem gæti að lok­um leitt til lægra verðs á mat­væl­um. „Það get­ur von­andi hjálpað til við að draga úr ólg­unni,“ seg­ir hann.

THOM­AS SAM­SON
Mikil átök hafa brotist út milli mótmælenda og öryggissveita í …
Mik­il átök hafa brot­ist út milli mót­mæl­enda og ör­ygg­is­sveita í Caracas, höfuðborg Venesúela. LEO RAMIREZ
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert