Björguðu 382 börnum

Kona heldur á dreifibréfi þar sem auglýst er eftir týndum …
Kona heldur á dreifibréfi þar sem auglýst er eftir týndum börnum í Kína. AFP

Kínverska lögreglan hefur handtekið 1.094 manns og bjargað mörg hundruð ungbörnum úr klóm þeirra. Málið tengist herferð gegn barnasölu í landinu. 

Viðskipti með börn eru algeng í Kína vegna laga þar í landi sem takmarka þann fjölda barna sem fólk má eiga. 

Barnasala fer í auknum mæli fram á netinu í gegnum ólöglegar ættleiðingarsíður, segir í frétt ríkissjónvarpsstöðvarinnar Xinhua. Síðurnar sem um ræðir og fólkið notaði til að selja börnin í gegnum heita China's Orphan Network og Dream Adoption Home.

Ekki er enn ljóst hvernig ungbörnunum 382 sem var bjargað verður komið aftur til foreldra sinna.

Xinhua varar foreldra við því að fólk steli börnum af sjúkrahúsum. Stundum dulbúi það sig sem hjúkrunarfólk.

Frétt Sky um málið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka