„Við viljum sýna fólki hvað raunverulega gengur á í Brasilíu, og það er skammarlegt. Við vitum það öll. Hvers vegna er ekki til fjármagn í skólakerfið á meðan landið leggur allt í sölurnar fyrir heimsmeistaramót,“ sagði brasilískur karlmaður sem mótmælti á kjötkveðjuhátíðinni í Ríó.
Mótmælandinn sagði í samtali við AFP-fréttaveituna að það sama ætti við um heilbrigðiskerfið. Allt fjármagn virðist sett í heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fram fer í Brasilíu í sumar.
Mótmælin varpa þó engum skugga á hátíðahöldin því eins og einn mótmælenda sagði eru þeir að mótmæla og skemmta sér á sama tíma.
Frétt mbl.is: Stærsta veisla heims að hefjast