Barack Obama Bandaríkjaforseti átti samtal við Vladímír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrr í dag og ræddu þeir um ástandið í Úkraínu. Þetta staðfesta embættismenn í Hvíta húsinu. Í samtali þeirra sagðist Pútín vera í fullum rétti til að verja hagsmuni Rússlands í austurhluta Úkraínu og Krím.
Á sama tíma situr öryggisráð Sameinuðu þjóðanna á neyðarfundi. Fulltrúi Bandaríkjanna á fundinum sagði að þess væri krafist að Rússar drægju hermenn sína til baka og sakaði þá um að brjóta alþjóðlega samninga.
Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa í dag annaðhvort fordæmt þá ákvörðun Rússlands að heimila hernaðaríhlutun í Úkraínu eða hvatt Pútín til að draga ákvörðun sína til baka. Meðal þeirra eru François Hollande Frakklandsforseti og Angela Merkel Þýskalandsforseti.