Pútín segist vera í fullum rétti

Vladimír Pútín.
Vladimír Pútín. AFP

Barack Obama Bandaríkjaforseti átti samtal við Vladímír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrr í dag og ræddu þeir um ástandið í Úkraínu. Þetta staðfesta embættismenn í Hvíta húsinu. Í samtali þeirra sagðist Pútín vera í fullum rétti til að verja hagsmuni Rússlands í austurhluta Úkraínu og Krím.

Á sama tíma situr öryggisráð Sameinuðu þjóðanna á neyðarfundi. Fulltrúi Bandaríkjanna á fundinum sagði að þess væri krafist að Rússar drægju hermenn sína til baka og sakaði þá um að brjóta alþjóðlega samninga.

Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa í dag annaðhvort fordæmt þá ákvörðun Rússlands að heimila hernaðaríhlutun í Úkraínu eða hvatt Pútín til að draga ákvörðun sína til baka. Meðal þeirra eru François Hollande Frakklandsforseti og Angela Merkel Þýskalandsforseti.

Barack Obama.
Barack Obama. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert