278 tilefndir til friðarverðlaunanna

Malala Yousafzai var tilnefnd til verðlaunanna í fyrra.
Malala Yousafzai var tilnefnd til verðlaunanna í fyrra. AFP

278 hafa verið tilefndir til friðarverðlauna Nóbels sem afhent verða hinn 10. október í Osló. Aldrei hafa fleiri tilnefningar borist vegna verðlaunanna.

Tilnefningum fjölgar ár hvert og í fyrra voru 259 tilnefndir. Frestur til að skila inn tilnefningum rann út 1. febrúar sl. en þær berast meðal annars frá þingmönnum, rektorum háskóla og öðrum.

Meðlimir verðlaunanefndarinnar, fimm talsins, geta bætt við nöfnum á listann. Leynd hvílir yfir nöfnunum á listanum næstu fimmtíu árin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert