Fullveldi Úkraínu fótum troðið

Frá Kænugarði í dag.
Frá Kænugarði í dag. AFP

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ræddi við David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, í síma í dag. Leiðtogarnir voru sammála um að með hernaðaríhlutun Rússa hefði fullveldi Úkraínu verið fótum troðið.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hvíta húsinu. Í tilkynningu sagði einnig að Rússar væru þegar farnir að verða fyrir afleiðingum gjörða sinna og hefði traust fjárfesta til Rússlands meðal annars minnkað.

Talsmaður forsætisráðuneytis Bretlands sagði að á fundi leiðtoganna hefði komið fram að þrátt fyrir að Rússar hefðu ekki gripið til alvarlegra aðgerða á síðustu tveimur sólarhringum, væri staðan samt sem áður ótæk. Hersveitir Rússa þyrftu að yfirgefa Krímskaga.

Leiðtogar Evrópuríkja koma saman á morgun í Brussel og ræða leiðir til að aðstoða Úkraínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert