Kjósa um sameiningu við Rússland

Íbúar á Krímskaga munu 16. mars kjósa um hvort svæðið eigi að sameinast Rússlandi. Krímskagi tilheyrir Úkraínu í dag. Stjórnvöld á Krímskaga hafa farið þess á leit við Vladimír Pútín Rússlandsforseta að hann skoði mögulega sameiningu.

„Þing Krímskaga hefur sett fram tillögu um að Krímskagi sameinist Rússlandi. Það hefur beðið rússneska forsetann og þingið að skoða þessa beiðni,“ segir þingmaðurinn Grigoriy Ioffe við AFP-fréttastofuna.

Undanfarna daga hafa rússneskar hersveitir í raun haft völdin á skaganum. Stjórnvöld í Rússlandi neita hins vegar að þessar sveitir séu á þeirra vegum og taki við skipunum frá Kreml.

Rússar hafa haft herstöðvar á Krímskaga samkvæmt samkomulagi við Úkraínu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert