Vladimir Pútín, forseti Rússlands, ræddi við öryggisráð sitt í dag um þá tillögu þingsins á Krímskaga að sameinast Rússlandi. Þingið hefur boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu meðal íbúa Krímskaga um hvort sameinast eigi Rússlandi. Skaginn tilheyrir Úkraínu í dag og er orðinn miðdepill átakanna þar í landi.
Samkvæmt talsmanni Pútíns ræddi hann í dag við öryggisráð sitt um ástandið í Úkraínu, m.a. þá tillögu þings Krímskaga að sameinast Rússlandi.