Útbúa minnismerki við Útey

Þriggja og hálfs metra breið göng verða gerð í gegnum …
Þriggja og hálfs metra breið göng verða gerð í gegnum höfða nærri Útey. Sky-sjónvarpsstöðin.

Þriggja og hálfs metra breið göng verða gerð í gegnum höfða nærri Útey í Noregi til minningar um fórnarlömb Anders Behring Breivik. Hægt verður að ganga eftir göngustíg í gegnum skóginn og endar stígurinn við göngin.

Nöfn þeirra sem létu lífið verða grafin í annan vegg ganganna, líkt og sjá má á myndum sem fylgja fréttinni. Sky-sjónvarpsstöðin greinir frá þessu.

Anders Breivik myrti 77 manns í Ósló og Útey í Noregi þann 23. júlí árið 2011. Hann var dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir morðin. 

Nöfn fórnarlambanna verða grafin í vegg ganganna.
Nöfn fórnarlambanna verða grafin í vegg ganganna. Sky-sjónvarpsstöðin
Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik.
Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert