Útbúa minnismerki við Útey

Þriggja og hálfs metra breið göng verða gerð í gegnum …
Þriggja og hálfs metra breið göng verða gerð í gegnum höfða nærri Útey. Sky-sjónvarpsstöðin.

Þriggja og hálfs metra breið göng verða gerð í gegn­um höfða nærri Útey í Nor­egi til minn­ing­ar um fórn­ar­lömb And­ers Behring Brei­vik. Hægt verður að ganga eft­ir göngu­stíg í gegn­um skóg­inn og end­ar stíg­ur­inn við göng­in.

Nöfn þeirra sem létu lífið verða graf­in í ann­an vegg gang­anna, líkt og sjá má á mynd­um sem fylgja frétt­inni. Sky-sjón­varps­stöðin grein­ir frá þessu.

And­ers Brei­vik myrti 77 manns í Ósló og Útey í Nor­egi þann 23. júlí árið 2011. Hann var dæmd­ur í 21 árs fang­elsi fyr­ir morðin. 

Nöfn fórnarlambanna verða grafin í vegg ganganna.
Nöfn fórn­ar­lambanna verða graf­in í vegg gang­anna. Sky-sjón­varps­stöðin
Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik.
Norski fjölda­morðing­inn And­ers Behring Brei­vik. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert