Björgun fimm sundmanna undan ströndum Brasilíu náðist á myndskeið. Sá sem bjargaði þeim var á sæþotu og með myndavél á öryggishjálmi sínum.
Hópurinn var að synda undan White-strönd í nágrenni Sao Paulo. Allt í einu áttaði fólkið sig á því að það var komið í djúpt vatn og sterka strauma.
Sá sem bjargaði fólkinu starfar hjá slökkviliðinu. Hann stökk á sæþotu sína er hann sá í hvað stefndi. Fyrst bjargaði hann þremur og flutti þá í land.
Hann fór svo aftur út á sjó til að bjarga hinum tveimur.