Kosið í Norður-Kóreu í dag

Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, á góðri stundu.
Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, á góðri stundu. KNS

Kosið er í Norður-Kóreu í dag en íbúar landsins fá tækifæri til að velja fulltrúa sína á norðurkóreska þingið. Þess verður þó að geta að aðeins einn er í kjöri í hverju kjördæmi, en þau eru alls 687 talsins, að því er segir í frétt AFP. Kjósendur geta aðeins merkt við já eða nei á kjörseðlinum.

Í seinustu þingkosningum, sem fram fóru árið 2009, var kjörsókn afar góð, eða 99%, og merktu allir við já á kjörseðlinum. Eins er reiknað með góðri kjörsókn í dag.

Þingkosningar fara fram á fimm ára fresti en þingið kemur hins vegar ekki saman nema einu sinni til tvisvar á hverju ári. Þá staðfestir það yfirleitt ákvarðanir sem Verkamannaflokkurinn hefur þegar tekið.

Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, er í fyrsta sinn í framboði en hann býður sig fram í kjördæmi númer 111.

KNS
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert