Merkel ræddi við Pútín

Frá Krímskaga.
Frá Krímskaga. AFP

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, telur að þjóðaratkvæðagreiðslan sem fara mun fram í Krím síðar í mánuðinum sé ólögleg. Þetta sagði hún í samtali við Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í dag. 

Íbúar Krímskaga munu greiða atkvæði um að sameinast Rússlandi. Þingmenn í Krím hafa samþykkt sameiningu við Rússlands og ákveðið að aðskilnaður frá Úkraínu yrði borinn undir þjóðaratkvæði 16. mars nk.

Merkel sagði að atkvæðagreiðslan væri andstæð stjórnarskrá Úkraínu og alþjóðalögum, sagði talsmaður hennar og vísaði þar í símtal milli leiðtoganna í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert