Var Mona Lisa femínisti?

Mona Lisa er til sýnis í Louvre í París.
Mona Lisa er til sýnis í Louvre í París.

Bandarískur áhugamaður um listasögu hefur rannsakað bros Monu Lisu eftir Leonardo da Vinci undanfarin tólf ár og komist að þeirri niðurstöðu að hún hafi verið femínisti.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í bókinni The Lady Speaks: Uncovering the Secrets of the Mona Lisa, eftir William Varvel en hann telur að hún hafi barist fyrir auknum réttindum og hlutverki kvenna innan kaþólsku kirkjunnar. Varel, sem er fyrrverandi stærðfræðiprófessor, segir að ekki sé ólíklegt að La Gioconda (Mona Lisa) sé táknmynd fyrir réttindi kvenna.

Talið er að fyrirmynd Monu Lisu sé Lisa del Giocondo, fimm barna móðir og eiginkona auðugs silkikaupmanns að nafni Francesco del Giocondo. 

En þrátt fyrir að hafa legið í heimildum varðandi Monu Lisu öll þessi ár hefur Varvel aldrei séð málverkið fræga á Louvre-safninu í París. „Ég ætla ekki að troðast undir til þess að sjá La Gioconda,“ segir hann í viðtali við AFP. „Ef ég fer til Parísar verður Louvre að bjóða mér upp á einkasýningu. Ef safnið gerir það ekki þá sleppi ég heimsókninni þangað,“ segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka