Er búið að finna brak úr vélinni?

Umfangsmikil björgunar- og leitaraðgerð hefur staðið yfir dögum saman.
Umfangsmikil björgunar- og leitaraðgerð hefur staðið yfir dögum saman. AFP

Búið er að birta mynd­ir úr gervi­hnetti sem eru tald­ar sýna brak úr farþega­vél Malaysia Air­lines sem ekk­ert hef­ur spurst til frá því um sl. helgi. Mynd­irn­ar hafa verið birt­ar á heimasíðu kín­verskra stjórn­valda. Ekk­ert hef­ur hins veg­ar verið staðfest. 

Þetta kem­ur fram á vef breska rík­is­út­varps­ins.

Þar seg­ir að um þrjár mynd­ir sé að ræða. Á þeim megi sjá stóra hluti sem fljóta á Suður-Kína­hafi. Fyrri til­raun­ir til að finna brak úr vél­inni hafa ekki skilað ár­angri. 

Vél­in, sem var að fljúga frá Malas­íu til Kína, hvarf af rat­sjá sl. föstu­dag. Alls voru 239 um borð í vél­inni. Hún hvarf um það bil klukku­stund eft­ir að hún hóf sig til flugs frá Kuala Lump­ur og flaug hún suður af Ca Mau-skaga í Víet­nam. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka