Lögreglan í Malasíu hefur í dag leitað á heimilum flugstjórans og aðstoðarflugmannsins sem flugu flugvélinni sem hvarf fyrir einni viku. Lögreglan er að kanna hvort eitthvað í persónulegu lífi þeirra getur útskýrt hvers vegna vélin hvarf.
Lögreglan hóf leit á heimilum flugmannanna skömmu áður en en
Flugstjóri flugvélarinnar heitir Zaharie Ahmad Shah. Hann er 53 ára gamall og hefur starfað hjá Malaysia Airlines í yfir 30 ár. Fariq Abdul Hamid, aðstoðarflugmaður, er 27 ára gamall og hefur starfað hjá flugfélaginu síðan 2007.
Lögreglan ætlar að afla ítarlegra upplýsinga um flugmennina, m.a. um skoðanir þeirra á stjórnmálum og trúmálum. Einnig áhugamál þeirra og hvort þeir hafi sagt eitthvað við vini sína sem getur gefið vísbendingar um hvað gerðist í flugferð vélarinnar um síðustu helgi.