Rússar beittu neitunarvaldi

Rússar komu í dag í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þess efnis að atkvæðagreiðslan á Krímskaga, sem fram fer á morgun, væri ólögleg. Rússar greiddu atkvæði á móti ályktuninni og komu þannig í veg fyrir að hún yrði samþykkt.

Allar þjóðir sem rétt eiga til setu í öryggisráðinu greiddu atkvæði með ályktuninni nema Rússar. Kínverjar sátu hjá.

Stjórnvöld í Kænugarði sögðu í dag að rússneskar hersveitir hefðu í dag ráðist inn í þorpið Strilkove sem er í Úkraínu, norður af landamærunum á Krímskaga. Þau sögðu að um 80 hermenn og fjórar herþyrlur hefðu ráðist inn í þorpið. Þau krefjast þess að Rússar yfirgefi svæðið tafarlaust.

Fundir hafa verið haldnir í Moskvu í dag bæði af stuðningsmönnum Pútíns forseta og af þeim  sem mótmæla aðgerðum Rússa á Krímskaga.

Vitaly Churkin, sendiherra Rússa í öryggisráði SÞ, greiðir atkvæði gegn …
Vitaly Churkin, sendiherra Rússa í öryggisráði SÞ, greiðir atkvæði gegn ályktuninni. EMMANUEL DUNAND
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert