Rússar ráðast inn í gasorkuver

Brynvarðir bílar frá rússneska hernum voru í dag á ferð …
Brynvarðir bílar frá rússneska hernum voru í dag á ferð við bæinn Dzhankoy í Úkraínu. VASILY MAXIMOV

Tugir rússneskra hermanna réðust í dag inn í gasorkuver í Úkraínu, skammt frá landamærunum við Krímskaga. Þetta er alvarlegast ögrunin við sjálfstæði Úkraínu síðan Krímdeilan hófst fyrir tveimur vikum.

Stjórnvöld í Úkraínu staðfestu í dag að rússnesku hermennirnir væru búnir að koma sér fyrir í gasorkuverinu og að þeir hefðu verið fluttir þangað í rússneskum herþyrlum. Engu skoti var hleypt af í aðgerðinni.

Utanríkisráðuneyti Úkraínu sagðist áskilja sér allan rétt til að bregðast við „hernaðarinnrás Rússa“.

Dagblaðið Pravda-Úkraína hefur eftir ónafngreindum rússneskum embættismanni að Rússar hefðu gripið til aðgerða til að tryggja að hryðjuverkamenn gerðu ekki árás á gasorkuverið.

Þetta er ekki eina ögrunin sem Rússar hafa sýnt Úkraínu í dag. Stjórnvöld í Kænugarði sögðu frá því í dag að rússneskar hersveitir hefðu ráðist inn í þorpið Strilkove sem er í Úkraínu, norður af landamærunum á Krímskaga. Þau sögðu að um 80 hermenn á fjórum herþyrlur og þremur brynvörðum bílum hefðu ráðist inn í þorpið.

Á morgun fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla á Krímskaga um hvort héraðið eigi að sameinast Rússlandi. Reiknað er með að tillagan verði samþykkt, enda er meira en helmingur íbúa skagans rússneskumælandi. Þeir sem eru andsnúnir tillögunni ætla margir hverjir ekki að taka þátt í henni. Vesturlönd segja ekki löglega staðið að atkvæðagreiðslunni og hafa skorað á stjórnvöld á Krímskaga að hætta við hana.

Rússar beittu í dag neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðana ályktaði um atkvæðagreiðsluna á Krímskaga.

Atkvæðagreiðslunni á Krímskaga hefur verið mótmælt víða um heim í …
Atkvæðagreiðslunni á Krímskaga hefur verið mótmælt víða um heim í dag. ANDREW COWIE
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert