95% stuðningur í umdeildri kosningu

Flugeldum var skotið á loft í borginni Simferopol í Krím …
Flugeldum var skotið á loft í borginni Simferopol í Krím þegar úrslit kosninganna voru ljós. AFP

Talsmenn kjörstjórnar á Krím greindu frá því í kvöld að 95,5% kjósenda hafi í atkvæðagreiðslu í dag stutt tillögu um að ganga inn í Rússland. Fram kemur á vef BBC að búið sé að telja um helming atkvæða. 

Atkvæðagreiðslan er afar umdeild og hafa t.a.m. bresk stjórnvöld neitað að viðurkenna úrslit kosninganna en þau segja að þarna sé verið að hafa lýðræðið í flimtingum. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa sagt að atkvæðagreiðslan sé ekki lögmæt.

Leiðtogi Krím sagði í kvöld að hann muni sækja formlega um aðild að rússneska sambandsríkinu á morgun. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur sagt að hann ætli að virða óskir íbúa á Krímskaga

Fram kemur á vef BBC, að margir íbúar hafi sniðgengið kosningarnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert