Hugleiða refsiaðgerðir gagnvart Rússum

00:00
00:00

Ut­an­rík­is­ráðherr­ar ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins munu ræða refsiaðgerðir gagn­vart Rúss­um á fundi sín­um í dag í kjöl­far þess að Rúss­ar styðja niður­stöðu þjóðar­at­kvæðagreiðslu í Krím um aðskilnað frá Úkraínu. Þetta kem­ur fram í frétt BBC.

Fund­ur ut­an­rík­is­ráðherr­anna hefst klukk­an 8:30 að ís­lensk­um tíma í Brus­sel og þar verður meðal ann­ars rætt um að synja Rúss­um um vega­bréfs­árit­an­ir til Evr­ópu­sam­bands­ríkja og að frysta eign­ir rúss­neskra ráðamanna á banka­reikn­ing­um.

Mik­il fagnaðarlæti brut­ust út á göt­um Sim­feropol, höfuðborg­ar Krímskag­ans, í gær­kvöld eft­ir að í ljós kom að mik­ill meiri­hluti kjós­enda á skag­an­um, 96,6% sam­kvæmt fyrstu töl­um, samþykkti að segja sig úr lög­um við Úkraínu og sam­ein­ast Rússlandi.

Héraðsstjórn­in í Krím hyggst leggja fram form­lega um­sókn um aðild að rúss­neska sam­bands­rík­inu í dag, að sögn Serg­iys Ak­syonov, for­sæt­is­ráðherra héraðsins.

Vest­ræn­ir leiðtog­ar for­dæmdu at­kvæðagreiðsluna og sögðust ekki ætla að viður­kenna niður­stöðurn­ar. Í sam­eig­in­legri yf­ir­lýs­ingu sögðu þeir Herm­an van Rompuy, for­seti leiðtogaráðs Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB), og José Manu­el Barroso, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, að at­kvæðagreiðslan væri ólög­mæt og bryti gegn alþjóðalög­um. 

John Kerry, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, tók í sama streng en hann sagði við Ser­gei Lavr­ov, ut­an­rík­is­ráðherra Rúss­lands, að banda­rísk stjórn­völd myndu ekki viður­kenna niður­stöðurn­ar. Þá sagði William Hague, ut­an­rík­is­ráðherra Bret­lands, að at­kvæðagreiðslan væri „lít­ilsvirðing“ við lýðræðið.

Vla­dímír Pútín, for­seti Rúss­lands, ræddi við Barack Obama, for­seta Banda­ríkj­anna, sím­leiðis í gær­kvöldi og sagði að at­kvæðagreiðslan hefði verið í fullu sam­ræmi við alþjóðalög. Hann lagði jafn­framt áherslu á að Rúss­ar myndu virða vilja Krím­verja.

Obama sagði við Pútín að Banda­rík­in muni aldrei viður­kenna at­kvæðagreiðsluna í gær. Hvatti hann Rússa til að fall­ast á alþjóðlegt eft­ir­lit með landa­mæra­héröðum.

Krímskagi var hluti af Rússlandi frá átjándu öld en Níkíta Krúst­sjov, þáver­andi leiðtogi Sov­ét­ríkj­anna, gaf Úkraínu héraðið í til­efni af því að 300 ár voru liðin frá sam­ein­ingu land­anna. Eft­ir að Úkraína fékk sjálf­stæði frá Sov­ét­ríkj­un­um árið 1991 hélt landið yf­ir­ráðunum yfir Krímskaga en hins veg­ar var gerður samn­ing­ur við Rússa um að þeir héldu her­stöðinni í hafn­ar­borg­inni Sevastopol. Sam­kvæmt mann­tali frá ár­inu 2001 eru Rúss­ar um 58% íbúa Krímskaga, 24% Úkraínu­menn og 12% eru tatar­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert