Fimmtán létust í sjálfsvígsárás á markaði í norðurhluta Afganistans í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnvöldum er verið að auka öryggisgæslu í landinu vegna komandi forsetakosninga.
Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á tilræðinu í borginni Maimanah í Faryab-héraði við landamæri Túrkmekistans.
Mikið fjölmenni var á markaðnum þegar sprengjan sprakk. Allir þeir sem létust voru annaðhvort viðskiptavinir á markaðnum eða sölumenn. 27 slösuðust í árásinni.