Afskekktasti staður veraldar

Staðurinn þar sem talið er að brak flugvélar Malaysia Airlines …
Staðurinn þar sem talið er að brak flugvélar Malaysia Airlines sé að finna

Áströlsk yfirvöld vara við því að erfitt geti verið að ná leifum upp úr sjó á þessum slóðum sem leitin að braki flugvélar Malaysia Airlines, flugs MH370, beinist nú að. Tveir hlutir sáust ógreinilega á gervihnattamyndum en sá stærri er 24 metrar að lengd.

Fjórar flugvélar, þar á meðal Orion-vél ástralska flughersins og P8 Poseidon-vél á vegum bandaríska flughersins, hafa verið sendar á staðinn sem varnarmálaráðherra Ástralíu, David Johnston, lýsir sem afskekktasta stað veraldar.

Leitarsvæðið sem áströlsk yfirvöld bera ábyrgð á er 52,8 milljónir ferkílómetrar að stærð. En staðurinn þar sem mögulegt brak Boeing 777-þotunnar er að finna er í 2.500 km fjarlægð suðvestur af borginni Perth.

Ráðherrann segir þetta vera martröð enda nánast ógjörningur að greina hvað sé á myndunum. 

Australian Defence
Leit að flugvélinn
Leit að flugvélinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert