Framtíðina mun skorta vatn og orku

Eftirspurn eftir vatni og orku mun tvöfaldast á næstu áratugum, vegna aukins fólksfjölda og vaxandi hagkerfa heims. Nú þegar eru um 788 milljónir manna í heiminum sem ekki hafa öruggt aðgengi að hreinu drykkjarvatni. Sameinuðu þjóðirnar vöktu máls á þessu á alþjóðlegum Degi vatnsins í dag.

Í skýrslu sem gefin var út í tilefni dagsins (e. World Water Day) segir að þörfin eftir hreinu vatni og þörfin eftir rafmagni fléttuðust saman og þessar vaxandi þarfir reyni verulega á takmarkaðar auðlindir jarðar.

„Eftirspurn eftir fersku vatni og orku mun fara vaxandi á næstu áratugum til að mæta þörf vaxandi þjóða og hagkerfa, breytingum á lífsstíl og neyslumunstrum. Þetta mun margfalda þann þrýsting sem nú þegar er á takmarkaðar auðlindir og vistkerfi jarðar,“ segir í skýrslunni.

Þar kemur jafnframt fram að 2,5 milljarðar manni búi ekki við ásættanleg hreinlæti sökum vatnsskorts og 1,3 milljarðar manni hafi ekki rafmagn.

Um 20% af vatnsgengum jarðlögum heimsins eru þornuð upp samkvæmt skýrslunni. Tveir þriðjuhlutar allrar vatnsneyslu fara í landbúnað. Talið er að fyrir árið 2050 muni eftirspurn eftir vatni hafa aukist um 55% á heimsvísu.

Þegar þar verður komið sögu muni yfir 40% jarðarbúa búa á svæðum þar sem verður alvarlegur vatnsskortur. 

Vatnsskortur hvarflar sjaldan að Íslendingum en er staðreynd í mörgum …
Vatnsskortur hvarflar sjaldan að Íslendingum en er staðreynd í mörgum löndum heims og á líklega aðeins eftir að aukast. mbl.is/Ómar Óskarsson
Seljalandsfoss. Vatnsskortur hvarflar sjaldan að Íslendingum en er staðreynd í …
Seljalandsfoss. Vatnsskortur hvarflar sjaldan að Íslendingum en er staðreynd í mörgum löndum heims og á líklega aðeins eftir að aukast. mbl.is/Brynjar Gauti
Vatnsskortur hvarflar sjaldan að Íslendingum en er staðreynd í mörgum …
Vatnsskortur hvarflar sjaldan að Íslendingum en er staðreynd í mörgum löndum heims og á líklega aðeins eftir að aukast. mbl.is/Brynjar Gauti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka