Frakkar hafa slitið hernaðarsamstarfi sínu við Rússa að mestu. Meðal þess sem Frakkar ætla að gera er að hætta sameiginlegum heræfingum og starfsmannaskiptum. Þetta sagði varnarmálaráðherra Frakka á fundi í Talllinn í dag.
Yfirvöld í Frakklandi hafa slitið „öllu meiriháttar hernaðarsamstarfi við Rússa“ vegna yfirtöku þeirra á Krímskaga, sagði ráðherrann Jean-Yves Le Drian á fundi í höfuðborg Eistlands í dag. Hann mun í dag eiga fundi með Litháum og Póllandi vegna málsins.