Blóðug mótmæli í Madríd

Spænska lög­regl­an hand­tók 24 mót­mæl­end­ur í gær­kvöldi eft­ir að mót­mæli fóru úr bönd­un­um. Tug­ir slösuðust í átök­um á göt­um Madríd­ar í gær­kvöldi.

Tug­ir þúsunda tóku þátt í mót­mæl­un­um sem beind­ust gegn niður­skurði hjá hinu op­in­bera, miklu at­vinnu­leysi og meintri spill­ingu í stjórn­kerf­inu. Mót­mæl­in fór friðsam­lega af stað en átök brut­ust út eft­ir að flest­ir þátt­tak­enda voru farn­ir heim. Þeir sem eft­ir voru tóku til við að brjóta rúður í versl­un­um og bönk­um, kveiktu í rusla­föt­um og köstuðu grjóti að lög­regl­unni. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá neyðarlín­unni slasaðist 101, 67 lög­reglu­menn og 34 mót­mæl­end­ur en eng­inn al­var­lega. 

Boðað hef­ur verið til nýrra mót­mæla á morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert