Blóðug mótmæli í Madríd

Spænska lögreglan handtók 24 mótmælendur í gærkvöldi eftir að mótmæli fóru úr böndunum. Tugir slösuðust í átökum á götum Madrídar í gærkvöldi.

Tugir þúsunda tóku þátt í mótmælunum sem beindust gegn niðurskurði hjá hinu opinbera, miklu atvinnuleysi og meintri spillingu í stjórnkerfinu. Mótmælin fór friðsamlega af stað en átök brutust út eftir að flestir þátttakenda voru farnir heim. Þeir sem eftir voru tóku til við að brjóta rúður í verslunum og bönkum, kveiktu í ruslafötum og köstuðu grjóti að lögreglunni. 

Samkvæmt upplýsingum frá neyðarlínunni slasaðist 101, 67 lögreglumenn og 34 mótmælendur en enginn alvarlega. 

Boðað hefur verið til nýrra mótmæla á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert