Fleiri hlutir finnast á leitarsvæðinu

Ástralski flugherinn leitar úr lofti að flugvél Malaysia Airlines núm …
Ástralski flugherinn leitar úr lofti að flugvél Malaysia Airlines núm MH370 í suðurhluta Indlandshafs. AFP

Malasísk yfirvöld greindu frá því fyrir stundu að borist hefðu nýjar gervihnattamyndir frá Frakklandi, sem sýna fljótandi hluti á hafsvæðinu þar sem leitað er að farþegaflugvél Malaysian Airlines.

Áður höfðu Ástralir og Kínverjar séð hluti á gervihnattamyndum sem talið er hugsanlegt að geti verið brak úr flugvélinni.

Áströlsk yfirvöld hafa fengið myndirnar í sínar hendur, en þau annast skipulagningu og samhæfingu leitar á svæðinu, sem er afar afskekkt um 2.500 km suðvestur af Perth.

Ekkert hefur verið gefið upp um fjölda, stærð eða nákvæma staðfestingu hlutanna á frönsku gervihnattamyndunum.

Í gær voru þrjár vikur liðnar síðan flug MH370 hvarf af ratsjá með 239 manns um borð á leið frá Kuala Lumpur til Peking. 25 lönd taka þátt í leitinni. Leitað er úr lofti í átta flugvélum í dag á um 59.000 ferkílómetra svæði. Auk þess fer leitarteymi yfir mikinn fjölda gervihnattamynda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert