Hluti Krímskagans er rafmagnslaus og er ekki vitað hvað veldur rafmagnsleysinu að sögn héraðsyfirvalda í Krím.
Nokkrar sýslur og bæir eru án rafmagns og í stærstu borg Krím, Simferopol, er hluti miðborgarinnar án rafmagns.
Krímskagi fær rafmagn og vatn frá Úkraínu en þar í landi óttast íbúar innrás Rússa en fjölmennt herlið er við landamæri Úkraínu í austri.